Leita í fréttum mbl.is

Sveitarfélögin og sjávarútvegurinn

Sjávarútvegurinn hefur verið aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og ekkert er mikilvægara en að hann gangi vel. Í upphafi 20. aldarinnar hófu Íslendingar þilskipaútgerð og samhliða því fór að aukast þéttbýlismyndun í sjávarbyggðum, fólkið flutti úr sveitum til að starfa við sjávarútveg og fiskvinnslu. Ríkisstjórnir eins og nýsköpunarstjórnin og vinstri stjórnin sem við tók 1971 settu endurskipulagningu flotans á oddinn til að auka atvinnu á landsbyggðinni og verðmætasköpun þjóðarbúsins. Þá var ekkert kvótakerfi þannig að leiðin til að koma krafti í lífið á landsbyggðinni var að gefa sem flestum sjávarbyggðum möguleika á nýjum atvinnutækjum eins og gert var með skuttogarvæðingunni 1971. Engum blöðum er um það að fletta að þetta var byggðastefna sem skilaði árangri þó að síðar meir hafi þetta hlotið mikla gagnrýni af sumum aðilum en örugglega ekki af okkur sem upplifðum þær miklu breytingar sem þetta hafði í för með sér. Síðar kom kvótakerfið til sögunnar til að takmarka með markvissum hætti aðgang okkar að auðlindinni og koma í veg fyrir ofveiði. Þessi stefna var að mig minnir ekki svo umdeild en síðar meir var  heimilað framsal á kvótanum sem hefur þýtt að veiðiheimildir hafa safnast á færri og færri hendur og nú er svo komið að þeir sem hafa yfirráðarétt yfir aflaheimildum telja sig hafa eignast eitthvað sem óréttlátt er að taka frá þeim nema greiða fyrir það; þó að allltaf hafi verið klárt að auðlindin er eign þjóðarinnar.Meðfram breytingum á kvótakerfinu og með framsalinu hefur þjóðin orðið óánægðari með kerfið og kannanir hafa sýnt að mikill meirhluti þjóðarinnar vill breytingar á kerfinu.

Á síðustu áratugum hafa fjöldi sveitarstjórna sjávarbyggða lenti í miklum hremmingum þegar kvótinn hefur verið seldur burt úr byggðarlögunum, frystihúsum verið lokað, skipum lagt og fólkið staðið eftir án atvinnu og sveitarstjórnir gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að reyna að spyrna við fótum með því að reyna að halda í kvóta og fyrirtæki og lagst á hnén til að fyrirtækin yrðu áfram í byggðarlögunum. Sagan talar sínu máli, Staðreyndirnar blasa við víða um land en sum sveitarfélög hafa verið svo lánsöm að fyrirtæki hafa séð hag sinn í að halda uppi rekstri og jafnvel að byggja starfsemi í viðkomandi byggðarlagi. Fólksfækkun á landsbyggðinni blasir við; atvinnutækifærum í sjávarútvegi  hefur fækkað gífurlega, jafnt í beinum störfum sem afleiddum.

Ný ríkisstjórn hefur tekið við á Íslandi og loksins eftir áratugi er stefnan sett á breytingar á kerfinu til að sporna við fótum og reyna að nota auðlindina, fiskinn sem syndir við strendur landsins, til að koma á alvöru byggðastefnu. Ekki er blekið fyrr þornað á stjórnarsáttmálanum en Landsamband Ísl. útvegsmanna hefur upp raust sína  til varnar sínum hagsmunum því óbreytt kerfi er öruggast. Þá er leitað til sveitarstjórna, sem nú eru orðnir samherjar,  til að berjast gegn stefnu stjórnvalda. Og ekki skortir á viðbrögð þeirra sveitarfélaga sem þokkalega standa til að taka nú þátt í leiknum. En hvað segir fólkið vítt og breytt um landið, fyrrverandi fiskvinnslufólk, fyrrverandi sjómenn og sjómenn sem hafa misst atvinnuna í sínum byggðarlögum ? 

Sveitarstjórnir ættu að horfa á landið í heild áður en þær álykta með óbreyttu fyrirkomulagi og gleyma ekki staðreyndum og sögu þess kerfis sem loksins er komið að því að breyta. Það þarf að ná sátt um sjávarútvegsstefnuna á Íslandi.


Til kjósenda


Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni

„Þýðingarmestu kosningar í sögu Lýðveldisins eru á morgun. Við höfum það sögulega tækifæri að félagshyggju- og jafnaðarmannaflokkar fái meirihluta, þessir tveir flokkar, til þess að stjórna hér landinu. Þessir flokkar hafa mest haft fjörutíu og fimm prósenta fylgi 1978. Nú er þetta sögulega tækifæri. Og hvað gerist við þær breytingar? Við setjum til hliðar nýfrjálshyggjuna og það sem hún hefur lagt grunn að, því sem við erum núna að ganga í gegnum. Við munum geta breytt hér tekjuskiptingunni, sem hefur verið mjög óeðlileg á undanförnum árum, þar sem hefur orðið risavaxið bil milli fátækra og ríkra í þjóðfélaginu. Og ég segi, það skiptir máli hverjir stjórna. Ef Samfylkingin veðrur leidd til öndvegis í þessum kosningum, þá mun ríkja hér réttlæti og jafnrétti á næstu árum.“


Sjálfstæðismenn vilja ekki að þjóðin eigi auðlindirnar.

Sjálfstæðismenn eru á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar, þá er það ljóst. Sjálfstæðismenn eru á móti beinu lýðræði, að þjóðin fái að segja sína skoðun í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá vitum við það.

Daglegt líf við óbreytta stöðu

Ungt fólk og við öll viljum framtíðarsýn um nýtt og betra Ísland; það viljum við öll.

Viljum við ekki gjaldmiðil sem tryggir okkur stöðugt verðlag en ekki eilífar hækkanir; við þekkjum ekkert annað.

Viljum við ekki lægstu vexti sem fyrirfinnast en ekki hæstu vexti í heimi eins og viðgengst hefur hér síðustu ár og áratug.

Viljum við að á næstu árum verðum við sett í fjötra eyðþjóðar eins og áður var þar sem einungis velefnað fólk mun geta létt sér upp í sumarfríinu vegna stöðu gjaldmiðils okkar.

Fólk ætti að kynna sér og óska eftir skýrari svörum um  framtíðarsýn annarra stjórnmálaflokka, hvernig þeir sjá fyrir sér hið daglega líf okkar við óbreytta stöðu.Þar kennir ýmissa grasa; einnig illgresis.


Jafnaðarstefnan lifir um aldir

Ungir jafnt sem gamlir ættu að rifja upp og lesa um strauma og stefnur í pólitík og athuga hvort einhver stefna stendur fastari fótum en önnur ef saga mannkyns er skoðuð. Aðeins ein stefna stendur eftir og á raunverulegar fyrirmyndir, þ.e. jafnaðarstefnan. Jafnaðarstefnan á sínar fyrirmyndir á Norðurlöndum þar sem hægri mönnum hefur ekki tekist að hafa slæm áhrif þó að þeim hafi tekist að vera við völd en velferðarkerfi Norðulanda er að sjálfsögðu byggt upp af jafnaðarmönnum á síðustu öld. Kommúnisminn og vinstri stefna í hans anda hefur aðeins slæmar fyrirmyndir sem viljum ekki líkjast og við þurfum ekki að minnast á frjálshyggjuna og hægri stefnu Vesturlanda. Viljum við Íslendingar byggja upp betra samfélag með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi?

Svarið er já.


Fúlir á móti

Hvar fer fyrir málefnalegri stjórnarandstöðu hjá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Berum bara saman stjórnandstöðu Samfylkingarinnar í Reykjavík við Íhaldið á þingi; þeir eru bara fúlir á móti, móti, móti.

Íhaldið ætlar bara að skera niður og fækka störfum

Íhaldið hefur hafið mikinn hræðsluáróður gegn því að ríkið og sveitarfélög reyni að ná í meiri tekjur. Það vill nú svo vel til fólk er ekki svo vitlaust að það veit að séu ekki til peningar til að reka þá þjónustu sem við viljum halda uppi verður að skera niður og dýrasti kostnaðarliðurinn er launakostnaður. Þeir ætla þá væntanlega að segja upp fólki, fækka störfum hjá hinu opinbera eða hvað? Við jafnaðrmenn teljum eðlilegt að þeir sem betur mega sín í þjóðfélaginu greiði hlutfallslega meira til samfélagsins til að mæta þeim niðurskurði sem óflýjanlegur er. Það verður að gera í sátt við þjóðina og til þess er Jóhönnu Sigurðardóttur vel treystandi.

Af hverju?

Af hverju ætli jafnaðarmenn á Íslandi vilji ganga í Evrópusambandið? Af hverju telur Jóhanna Sigurðardóttir að best sé fyrir íslenskan almenning að ganga í Evrópusambandið? Ætli það sé ekki vegna þess að það er eina örugga leiðin til að endurreisa íslenskt efnahagslíf og til að tryggja velferð. Viljum við ekki afnema verðtrygginguna, fá lága, já lága vexti, lægra vöruverð og tryggan og stöðugan gjaldmiðil þannig að við getum ætlað að fötin sem við keyptum í gær muni e.t.v. kosta það sama að ári. Eins og fótboltaskórnir sem ég keypti handa stráknum mínum í Englandi fyrir ári kosta nákvæmlega það sama ári seinna en hafa hækkað allverulega á Íslandi. Fyrir okkur er þetta eðlilegt þar sem við þekkjum ekkert annað en háa vexti, hækkandi verðlag og rokkandi gengi. Viljum við það áfram?

 


Algjörlega sammála Jóhönnu, einu sinni sem oftar

Jóhanna sagði að almenningur myndi þurfa að borga hinar niðurfelldu skuldir í formi hærra skatta. Heildarkostnaðurinn yrði væntanlega um 8-900 milljarða króna eða 10 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Jóhanna hafnaði jafnt hugmyndum framsóknarmanna um 20% niðurfellingu allra fasteignaskulda sem hugmyndum úr röðum Vinstri grænna um fasta 4 milljóna króna niðurfellingu húsnæðisskulda.

Forsætisráðherra bað fulltrúa verkalýðsins líka að líta í eigin barm. Hún sagði að uppræta þyrfti spillingu og ofurlaun innan verkalýðshreyfingarinnar og taldi ástæðu til að endurskoða meðal annars greiðslur innan ASÍ, að því er kemur fram í frétt RÚV.


Launþegar ráði lífeyrissjóðunum

Er ekki tími til kominn að launþegar krefjist þess að stjórna lífeyrissjóðunum sem eru þeirra eignir? Við eigum að gera kröfur um breytingar eftir kosningar.

Næsta síða »

Höfundur

Aðalbjörn Björnsson
Aðalbjörn Björnsson
Höfundur er  fæddur og uppalinn Vopnfirðingur. Hefur setið í sveitarstjórn í mörg ár og starfa sem skólastjóri á Vopnafirði. Áhugamálin eru einkum knattspyrna, stjórnmál og fréttir auk ýmissa annarra mála.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 154

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

Aðalbjörn Björnsson

Nýjustu myndir

  • ...ogg_tilbuin
  • ...all_blogg
  • ...2143_812986
  • ...sl732143
  • ...sl730601

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband