19.3.2009 | 21:20
Jafnaðarstjórn
Vill fólk ekki fá að hafa áhrif með beinum hætti hvaða ríkisstjórn verður við völd eftir kosningar? Vill fólk ekki vita með vissu að greiði það Samfylkingunni atkvæði sitt stuðli það að því að Jóhanna Sigurðardóttir verði áfram forsætisráðherra í ríkisstjórn með Vinstri grænum og vilji stjórn í anda jafnaðar í samfélaginu. Tek fyllilega undir samþykkt Ísfirðinga og annarra Samfylkingarmanna um að við eigum að gera kosningabandalag með einhverjum hætti milli núverandi stjórnarflokka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 19:39
Rekstur lífeyrissjóðanna
Lífeyrissjóðir landsins eru ekkert annað en peningar í eigu launþega. Í stjórnum þeirra sitja auk fulltrúa verkalýðsfélaganna fulltrúar fyrirtækjanna í landinu. Ekki hefur farið mikið fyrir umræðu um rekstur þessara sjóða fyrr en fjármálakreppan kom til. Þá hafa farið í loftið ótrúlegar tölur um rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna og ofurlaun þeirra er starfa og stjórna sjóðunum og flestum blöskrar. Á komandi mánuðum hlýtur að vera ein af kröfunum um nýtt og betra Ísland að rekstur þessara sjóða verði rannsakaður og grundvallarbreyting verði gerð á stjórnum og kostnaðinum.
Það vilja vonandi allir jafnaðarmenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2009 | 22:27
Breytingar hjá Samfylkingunni
Bloggar | Breytt 16.3.2009 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 19:35
Það kreppir að í sjávarbyggðum í tvennum skilningi
Bloggar | Breytt 16.3.2009 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 20:28
Hvenær tapar maður prófkjöri og hvenær tapar maður ekki...
Þeir sem taka þátt í prófkjöri eru varla sáttir nái þeir ekki markmiðum sínum hvað þá að vera ekki valdir í hópinn. Undirritaður er þegar upp er staðið nokkuð sáttur með útkomuna miðað við hversu lítil vinna var lögð í baráttuna t.d. að missa af kynningarfundum frambjóðenda en þá var hann staddur í landi Icesave reikninganna; reyndar ekki að reyna að semja og fékk bara góðar móttökur. Til þess að ná árangri í svona kosningum gildir ekkert annað en að kynna sig og sýna sig sem víðast eins og sigurvegari prófkjörsins, Sigmundur Ernir, sannarlega gerði. Til hamingju Sigmundur Ernir og velkominn í hóp jafnaðarmanna í Norðausturkjördæmi. Annars þakka ég öllum sem lögð mér lið í prófkjörinu; gengur bara betur næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 10:12
Ísland frelsis, jafnréttis og bræðralags
Mikið hefur verið ritað og rætt um nýtt Ísland síðustu mánuði. Á síðustu vikum finnst mér eins og margt bendi til að ný ríkisstjórn sé að byrja á að skapa nýtt Ísland þar sem meiri jöfnuður er hafður að leiðarljósi. Ég tel að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á sama máli. Þar er af mörgu að taka sem ekki verður rakið hér að sinni. Eftirlaun og lífeyrisréttindi eiga að vera hin sömu á nýju Íslandi og þegar hafa eftirlaunalögin verið afnumin, loksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn er farinn úr ríkisstjórn. Öll sérréttindi embættismanna, alþingismanna, ráðherra á að afnema og í fréttunum áðan heyrði ég að dagpeningamál ráðherra og maka hefur verið breytt; burt með öll sérréttindi þeirra. Ofurlaun embættismanna ríkisins á að afnema með handafli og marka stefnu í þá veru að hæstu laun ríkisins verði forseta og forsætisráðherra og síðan verði raðað samkvæmt því niður á við. Þá verði settur á hátekjuskattur eða fleiri skattþrep. Nýtt Ísland verður ekki myndað með valdaflokkinn sem setið hefur lengst af í ríkisstjórn frá lýðveldisstofnun innanborðs alveg sama hvort formaðurinn heitir Bjarni eða Geir.
Nýtt Ísland í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags verður ekki myndað nema undir forystu jafnaðarmanna,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 00:09
Prófkjör Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi
Prófkjör Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi hefst nú á miðnætti og lýkur kl. 17:00 á laugardaginn. Sá er þetta ritar er einn af þátttakendum í prófkjörinu og sækist eftir 4. sæti listans en prófkjörið er opið öllum kjósendum í kjördæminu og því lýðræðislegasta leiðin til að velja fólk á framboðslista.
Í komandi kosningum hafa kjósendur vonandi skýrt val hvernig ríkisstjórn þeir vilja eftir kosningar. Eins og skoðanakannanir gefa til kynna þessa dagana gæti verið möguleiki í fyrsta skipti í áratugi eða jafnvel í sögu lýðveldisins að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins; margt getur gerst fram að kosningum en hvað vill þjóðin?
Á næstu misserum og árum skiptir miklu að við völd á Íslandi verði ríkisstjórn sem hefur ákveðin grunngildi að leiðarljósi og þau eiga ekki að vera gildi hægri stefnu heldur jafnaðarstefnu sem leggur áherslu á aukinn jöfnuð og réttlæti; hvað viljum við annað eins og komið er fyrir íslenskri þjóð ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 23.5.2009 Sveitarfélögin og sjávarútvegurinn
- 25.4.2009 Til kjósenda
- 18.4.2009 Sjálfstæðismenn vilja ekki að þjóðin eigi auðlindirnar.
- 12.4.2009 Daglegt líf við óbreytta stöðu
- 2.4.2009 Jafnaðarstefnan lifir um aldir
Eldri færslur
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar