Leita í fréttum mbl.is

Ísland frelsis, jafnréttis og bræðralags

Mikið hefur verið ritað og rætt um nýtt Ísland síðustu mánuði. Á síðustu vikum finnst mér eins og margt bendi til að ný ríkisstjórn sé að byrja á að skapa nýtt Ísland þar sem meiri jöfnuður er hafður að leiðarljósi. Ég tel að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á sama máli. Þar er af mörgu að taka sem ekki verður rakið hér að sinni. Eftirlaun og lífeyrisréttindi eiga að vera hin sömu á nýju Íslandi og þegar hafa eftirlaunalögin verið afnumin, loksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn er farinn úr ríkisstjórn. Öll sérréttindi embættismanna, alþingismanna, ráðherra á að afnema og í fréttunum áðan heyrði ég að dagpeningamál ráðherra og maka hefur verið breytt; burt með öll sérréttindi þeirra. Ofurlaun embættismanna ríkisins á að afnema með handafli og marka stefnu í þá veru að hæstu laun ríkisins verði forseta og forsætisráðherra og síðan verði raðað samkvæmt því niður á við. Þá verði settur á hátekjuskattur eða fleiri skattþrep. Nýtt Ísland  verður ekki myndað með valdaflokkinn sem setið hefur lengst af í ríkisstjórn frá lýðveldisstofnun innanborðs alveg sama hvort formaðurinn heitir Bjarni eða Geir.

Nýtt Ísland í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags verður ekki myndað nema undir forystu jafnaðarmanna,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalbjörn Björnsson
Aðalbjörn Björnsson
Höfundur er  fæddur og uppalinn Vopnfirðingur. Hefur setið í sveitarstjórn í mörg ár og starfa sem skólastjóri á Vopnafirði. Áhugamálin eru einkum knattspyrna, stjórnmál og fréttir auk ýmissa annarra mála.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

Aðalbjörn Björnsson

Nýjustu myndir

  • ...ogg_tilbuin
  • ...all_blogg
  • ...2143_812986
  • ...sl732143
  • ...sl730601

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.