Leita í fréttum mbl.is

Breytingar hjá Samfylkingunni

Hafi menn viljað breytingar á framboðslistum Samfylkingarinnar er ljóst að þær eru mjög miklar ef horft er á væntanleg þingsæti. Í efstu sætum hafa orðið  tvær breytingar, í Reykjavík og í Kraganum, tveimur af stærstu kjördæmum landsins. Í öðru sæti er nýtt fólk í Norðvestri, Norðaustri, Suðurkjördæmi og í Kraganum. Í næstu tveimur sætum hafa einnig orðið breytingar og nýtt fólk er í Norðvestri, Norðaustri, í fjórða sæti í Suðurkjördæmi, Kraganum og væntanlega í Reykjavík. Nýtt og öflugt fólk hefur náð þeim árangri að vera í væntanlegum þingsætum miðað við óbreytt fylgi. Þar má nefna Ólínu Þorvarðardóttur, Sigmund Erni, Oddnýju Harðardóttur, Lúðvík Geirsson, Sigríði Ingibjörgu, Skúla Helgason, Valgerði Bjarnadóttur; vonandi gleymi ég engum Síðan banka aðrir nýir liðsmenn á dyrnar í næstu sætum ef fylgið eykst. Einhverjir er á þeirri skoðun að við hverjar kosningar sé best að henda sem flestum út og sérstaklega núna. Þeirrar skoðunar er ég ekki því einhver reynsla þarf að vera fyrir hendi í þingmannahópnum. Þá  hljóta þeir sem endurnýjað haf umboð sitt að beygja sig og bugta eftir allt sem á hefur gengið.  Og þingmenn mega ekki gleyma að þeir eru þjónar þjóðarinnar og ekkert annað; þeir verða og eiga að átta sig á því hvar í flokki sem þeir eru, og ekki síður verði þeir ráðherrar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalbjörn Björnsson
Aðalbjörn Björnsson
Höfundur er  fæddur og uppalinn Vopnfirðingur. Hefur setið í sveitarstjórn í mörg ár og starfa sem skólastjóri á Vopnafirði. Áhugamálin eru einkum knattspyrna, stjórnmál og fréttir auk ýmissa annarra mála.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

Aðalbjörn Björnsson

Nýjustu myndir

  • ...ogg_tilbuin
  • ...all_blogg
  • ...2143_812986
  • ...sl732143
  • ...sl730601

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.