Leita í fréttum mbl.is

Af hverju?

Af hverju ætli jafnaðarmenn á Íslandi vilji ganga í Evrópusambandið? Af hverju telur Jóhanna Sigurðardóttir að best sé fyrir íslenskan almenning að ganga í Evrópusambandið? Ætli það sé ekki vegna þess að það er eina örugga leiðin til að endurreisa íslenskt efnahagslíf og til að tryggja velferð. Viljum við ekki afnema verðtrygginguna, fá lága, já lága vexti, lægra vöruverð og tryggan og stöðugan gjaldmiðil þannig að við getum ætlað að fötin sem við keyptum í gær muni e.t.v. kosta það sama að ári. Eins og fótboltaskórnir sem ég keypti handa stráknum mínum í Englandi fyrir ári kosta nákvæmlega það sama ári seinna en hafa hækkað allverulega á Íslandi. Fyrir okkur er þetta eðlilegt þar sem við þekkjum ekkert annað en háa vexti, hækkandi verðlag og rokkandi gengi. Viljum við það áfram?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil afnema verðtrygginguna, ég vil lága vexti, lægra vöruverð og tryggan og stöðugan gjaldmiðil. Ég vil að þjóðin fari í aðildarviðræður svo við vitum hvað er í boði með inngöngu í ESB. Þegar samningur er í höfn þá getum við kosið um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrr ekki. Sumir segja að ESB sé ekki í stakk búið til að taka við okkur og láta eins og við séum milljónaþjóð! Við erum örfáar hræður sem erum að lokast inni í einangrun og fátækt út í Ballarhafi ef ekkert verður að gert.

Vill þjóðin það? Ég held ekki.

Ína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Aðalbjörn Björnsson

Nákvæmlega rétt, við erum að lokast inni.

Aðalbjörn Björnsson, 30.3.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalbjörn Björnsson
Aðalbjörn Björnsson
Höfundur er  fæddur og uppalinn Vopnfirðingur. Hefur setið í sveitarstjórn í mörg ár og starfa sem skólastjóri á Vopnafirði. Áhugamálin eru einkum knattspyrna, stjórnmál og fréttir auk ýmissa annarra mála.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

Aðalbjörn Björnsson

Nýjustu myndir

  • ...ogg_tilbuin
  • ...all_blogg
  • ...2143_812986
  • ...sl732143
  • ...sl730601

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.