Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Til kjósenda


Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni

„Þýðingarmestu kosningar í sögu Lýðveldisins eru á morgun. Við höfum það sögulega tækifæri að félagshyggju- og jafnaðarmannaflokkar fái meirihluta, þessir tveir flokkar, til þess að stjórna hér landinu. Þessir flokkar hafa mest haft fjörutíu og fimm prósenta fylgi 1978. Nú er þetta sögulega tækifæri. Og hvað gerist við þær breytingar? Við setjum til hliðar nýfrjálshyggjuna og það sem hún hefur lagt grunn að, því sem við erum núna að ganga í gegnum. Við munum geta breytt hér tekjuskiptingunni, sem hefur verið mjög óeðlileg á undanförnum árum, þar sem hefur orðið risavaxið bil milli fátækra og ríkra í þjóðfélaginu. Og ég segi, það skiptir máli hverjir stjórna. Ef Samfylkingin veðrur leidd til öndvegis í þessum kosningum, þá mun ríkja hér réttlæti og jafnrétti á næstu árum.“


Sjálfstæðismenn vilja ekki að þjóðin eigi auðlindirnar.

Sjálfstæðismenn eru á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar, þá er það ljóst. Sjálfstæðismenn eru á móti beinu lýðræði, að þjóðin fái að segja sína skoðun í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá vitum við það.

Daglegt líf við óbreytta stöðu

Ungt fólk og við öll viljum framtíðarsýn um nýtt og betra Ísland; það viljum við öll.

Viljum við ekki gjaldmiðil sem tryggir okkur stöðugt verðlag en ekki eilífar hækkanir; við þekkjum ekkert annað.

Viljum við ekki lægstu vexti sem fyrirfinnast en ekki hæstu vexti í heimi eins og viðgengst hefur hér síðustu ár og áratug.

Viljum við að á næstu árum verðum við sett í fjötra eyðþjóðar eins og áður var þar sem einungis velefnað fólk mun geta létt sér upp í sumarfríinu vegna stöðu gjaldmiðils okkar.

Fólk ætti að kynna sér og óska eftir skýrari svörum um  framtíðarsýn annarra stjórnmálaflokka, hvernig þeir sjá fyrir sér hið daglega líf okkar við óbreytta stöðu.Þar kennir ýmissa grasa; einnig illgresis.


Jafnaðarstefnan lifir um aldir

Ungir jafnt sem gamlir ættu að rifja upp og lesa um strauma og stefnur í pólitík og athuga hvort einhver stefna stendur fastari fótum en önnur ef saga mannkyns er skoðuð. Aðeins ein stefna stendur eftir og á raunverulegar fyrirmyndir, þ.e. jafnaðarstefnan. Jafnaðarstefnan á sínar fyrirmyndir á Norðurlöndum þar sem hægri mönnum hefur ekki tekist að hafa slæm áhrif þó að þeim hafi tekist að vera við völd en velferðarkerfi Norðulanda er að sjálfsögðu byggt upp af jafnaðarmönnum á síðustu öld. Kommúnisminn og vinstri stefna í hans anda hefur aðeins slæmar fyrirmyndir sem viljum ekki líkjast og við þurfum ekki að minnast á frjálshyggjuna og hægri stefnu Vesturlanda. Viljum við Íslendingar byggja upp betra samfélag með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi?

Svarið er já.


Fúlir á móti

Hvar fer fyrir málefnalegri stjórnarandstöðu hjá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Berum bara saman stjórnandstöðu Samfylkingarinnar í Reykjavík við Íhaldið á þingi; þeir eru bara fúlir á móti, móti, móti.

Höfundur

Aðalbjörn Björnsson
Aðalbjörn Björnsson
Höfundur er  fæddur og uppalinn Vopnfirðingur. Hefur setið í sveitarstjórn í mörg ár og starfa sem skólastjóri á Vopnafirði. Áhugamálin eru einkum knattspyrna, stjórnmál og fréttir auk ýmissa annarra mála.

Bloggvinir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 194

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Um bloggið

Aðalbjörn Björnsson

Nýjustu myndir

  • ...ogg_tilbuin
  • ...all_blogg
  • ...2143_812986
  • ...sl732143
  • ...sl730601

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband